Um lögmannsstofuna
Lögmannsstofa Norðurlands ehf. var stofnuð árið 2002 af Ólafi Rúnari Ólafssyni lögmanni. Í janúar 2019 sameinuðu Lögmannsstofa Norðurlands og Ás lögmannsstofa, í eigu Sunnu Axelsdóttur lögmanns, krafta sína undir merkjum Lögmannsstofu Norðurlands. Í ágúst 2019 kom Birgir Örn Guðmundsson lögmaður til liðs við stofuna. Þá hóf Erla Ormarsdóttir störf sem skrifstofustjóri í júní 2021.
Ólafur Rúnar Ólafsson
hæstaréttarlögmaður
Ólafur Rúnar er reynslumikill lögmaður og málflytjandi. Hann hefur um árabil sinnt lögfræðiráðgjöf á sviði atvinnulífsins, komið að samningum á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði auk þess að vera lögfræðilegur ráðgjafi ýmissa sveitarfélaga í allrahanda málum og samningum, svo sem starfsmannamálum, útboðs- og verktakarétti og stjórnsýslu.
Ólafur Rúnar hefur starfað við lögmannsstörf í hálfan annan áratug og var sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar um tveggja ára skeið árin 2016-2018. Þá hefur hann flutt tugi mála fyrir héraðsdómstólum og Hæstarétti Íslands og sinnt hagsmunagæslu gagnvart eftirlitsstjórnvöldum. Ólafur Rúnar hlaut málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands árið 2011.
Sunna Axelsdóttir
héraðsdómslögmaður
Sunna hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum málaflokkum lögfræðinnar og hefur starfað á þeim vettvangi síðan árið 2012, meðal annars við samningarétt, fasteignamál, sveitarstjórnarmál, stjórnsýslumál, skaðabótarétt og fleira. Hún hefur góða reynslu af málflutningi og vinnslu mála fyrir dómstólum, sem og samskiptum við opinber embætti og stofnanir.
Sunna hóf eigin rekstur Áss lögmannsstofu árið 2017 sem sameinaðist Lögmannsstofu Norðurlands í janúar 2019. Sunna fékk réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2014.
Birgir Örn Guðmundsson
héraðsdómslögmaður
Birgir lauk embættisprófi í lögfræði (cand. juris) frá Háskóla Íslands í júní árið 2003 og hefur frá þeim tíma öðlast fjölbreytta reynslu af lögfræðistörfum hjá hinu opinbera og úr lögmennsku. Hann hefur sinnt lögfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hefur einnig sinnt málflutningi og vinnslu mála hjá dómstólum og stjórnvöldum.
Birgir gekk til liðs við Lögmannsstofu Norðurlands í ágúst árið 2019. Hann fékk réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2004.