top of page
Sunna Axelsdóttir
Héraðsdómslögmaður
Sunna hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum málaflokkum lögfræðinnar og hefur starfað á þeim vettvangi síðan árið 2012, meðal annars við samningarétt, fasteignamál, sveitarstjórnarmál, stjórnsýslumál, skaðabótarétt og fleira. Hún hefur góða reynslu af málflutningi og vinnslu mála fyrir dómstólum, sem og samskiptum við opinber embætti og stofnanir.
Sunna hóf eigin rekstur Áss lögmannsstofu árið 2017 sem sameinaðist Lögmannsstofu Norðurlands í janúar 2019. Sunna fékk réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2014.
bottom of page