top of page
Ólafur Rúnar Ólafsson
Hæstaréttarlögmaður
01_Litur_37_edited.jpg

Ólafur Rúnar er reynslumikill lögmaður og málflytjandi. Hann hefur um árabil sinnt lögfræðiráðgjöf á sviði atvinnulífsins, komið að samningum á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði auk þess að vera lögfræðilegur ráðgjafi ýmissa sveitarfélaga í allrahanda málum og samningum, svo sem starfsmannamálum, útboðs- og verktakarétti og stjórnsýslu.

Ólafur Rúnar hefur starfað við lögmannsstörf í hálfan annan áratug og var sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar um tveggja ára skeið árin 2016-2018. Þá hefur hann flutt tugi mála fyrir héraðsdómstólum og Hæstarétti Íslands og sinnt hagsmunagæslu gagnvart eftirlitsstjórnvöldum. ​Ólafur Rúnar hlaut málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands árið 2011.

bottom of page