Aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu
Í júní 2020 samþykkti Alþingi lög um nr. 57/2020, en með þeim var komið á fót nýju úrræði fyrir atvinnufyrirtæki; tímabundinni heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækjanna. Markmið lagabreytinganna er að atvinnufyrirtæki geti með einföldum aðgerðum fengið skjól til að endurskipuleggja rekstur sinn á meðan óvissuástand ríkir í atvinnulífinu.
Sækja þarf um úrræðið með beiðni til héraðsdóms, sem þarf að uppfylla ýmis formskilyrði skv. lögunum, ásamt því að ákveðin gögn þurfa að fylgja beiðninni. Þegar sótt er um fjárhagslega endurskipulagningu er gert ráð fyrir að skuldari hafi með sér aðstoðarmann, sem skal vera lögmaður eða löggiltu endurskoðandi. Aðstoðarmaðurinn mun aðstoða skuldarann á fyrstu þremur mánuðunum meðan greiðsluskjólið varir við að fara yfir rekstur, mögulega samninga við kröfuhafa og fleira.
Lögmenn Lögmannsstofu Norðurlands hafa þá þekkingu sem til þarf til að veita aðstoð í þessum málum. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur erindi og við munum upplýsa þig um það sem til þarf til að hefja ferlið, eða aðstoða þig á annan hátt.